Tveir létust í umferðarslysinu við Sandgerði
Tveir létust í umferðarslysinu við bæinn Flankastaði, á þjóðveginum milli Sandgerðis og Garðs, í kvöld. Tveir bílar rákust saman á veginum og var ökumaður annars bílsins úrskurðaður látinn á staðnum en tveir ungir menn voru fluttir á slysadeild. Annar þeirra lést þar en hinn er ekki talinn í lífshættu.
Mennirnir sem létust voru karlmenn, annar á þrítugsaldri, hinn á fertugsaldri. Um var að ræða mjög harðan árekstur sem tilkynntur var til lögreglu klukkan rúmlega sjö í kvöld, miðvikudagskvöld. Strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys var að ræða og var þjóðveginum lokað langt fram eftir kvöldi á meðan lögregla vann að vettvangsrannsókn. Auk lögreglu vann rannsóknarnefnd umferðarslysa að rannsókn slyssins.
Björgunar- og sjúkraflutningsbílar urðu að fara lengri leið að slysstaðnum í kvöld og aka um Garð, þar sem þjóðvegurinn yfir Miðnesheiði var lokaður vegna malbikunarframkvæmda. Það varð einnig til þess að langar bílalestir mynduðust við Garðinn, þar sem leiðin milli Garðs og Sandgerðis, þar sem slysið varð, var eina leiðin inn í Sandgerði.
Mynd: Frá vettvangi umferðarslyssins í kvöld. VF-mynd/Hilmar Bragi
Mennirnir sem létust voru karlmenn, annar á þrítugsaldri, hinn á fertugsaldri. Um var að ræða mjög harðan árekstur sem tilkynntur var til lögreglu klukkan rúmlega sjö í kvöld, miðvikudagskvöld. Strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys var að ræða og var þjóðveginum lokað langt fram eftir kvöldi á meðan lögregla vann að vettvangsrannsókn. Auk lögreglu vann rannsóknarnefnd umferðarslysa að rannsókn slyssins.
Björgunar- og sjúkraflutningsbílar urðu að fara lengri leið að slysstaðnum í kvöld og aka um Garð, þar sem þjóðvegurinn yfir Miðnesheiði var lokaður vegna malbikunarframkvæmda. Það varð einnig til þess að langar bílalestir mynduðust við Garðinn, þar sem leiðin milli Garðs og Sandgerðis, þar sem slysið varð, var eina leiðin inn í Sandgerði.
Mynd: Frá vettvangi umferðarslyssins í kvöld. VF-mynd/Hilmar Bragi