Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir í vímu undir stýri
Föstudagur 7. mars 2014 kl. 11:15

Tveir í vímu undir stýri

Tveir ökumenn voru teknir úr umferð á Suðurnesjum í vikunni, þar sem þeir voru grunaðir  um að vera í vímu undir stýri. Annar þeirra, tæplega tvítugur  karlmaður, sem stöðvaður var um miðjan dag í gær, reyndist hafa neytt kannabis, að því er sýnatökur á lögreglustöðinni í Keflavík staðfestu.

Hinn, karlmaður um þrítugt, hafði neytt kannabis, amfetamíns og metamfetamíns, samkvæmt niðurstöðum sýnataka.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024