Tveir í sama bílbelti
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gær afskipti af bifreið á Grindavíkurvegi en um var að ræða sjö manna bifreið með níu manns um borð. Fullorðinn farþegi í bifreiðinni sat undir fimm ára gömlu barni og notuðu þessir aðilar sama bílbelti.
Einnig voru tveir ellefu ára drengir um borð sem voru saman spenntir í eitt bílbelti.
Lögreglan hafði einnig afskipti af þremur ökumönnum bifreiða í gær en allir þeir mældust á ólöglegum hraða. Hraði þeirra mældist 110, 120 og 132 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.