Tveir í haldi vegna ódæðisins á Varnarstöðinni
Einn Íslendingur og einn Varnarliðsmaður eru í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á konu á Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í nótt.
Samkvæm heimildum Víkurfrétta var hin látna í flughernum, en yfirvöld á vellinum kölluðu alla yfirmenn til fundar um málið í morgun.
Nánari frétta er að vænta af málinu fyrir hádegi.