Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 25. ágúst 2002 kl. 00:42

Tveir handteknir við neyslu fíkniefna í Keflavík

Lögreglan í Keflavík stóð tvo menn að neyslu fíkniefna við eftirlit í bænum aðfararnótt laugardags. Lögreglumenn gengu framhjá tveimur mönnum sem voru að neyta fíkniefna skammt frá veitingastað. Þeir reyndu að fela efnið þegar lögregla hafði afskipti af þeim.Við leit fannst lítilræði af efni sem er talið vera amfetamín. Mennirnir voru teknir höndum, en sleppt að lokinni skýrslutöku. Gærdagurinn var síðan rólegur eftir því sem fram kemur á fréttasíma lögreglunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024