Tveir handteknir með fíkniefni
Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tvo karlmenn sem báðir reyndust vera með fíkniefni í vörslum sínum. Við húsleit heima hjá öðrum þeirra í Reykjanesbæ fannst amfetamín á hillu í herbergi. Úr húsnæði hins mannsins, sem handtekinn var, barst megn kannabislykt, þegar lögreglumenn bar að garði. Þar inni fannst nokkurt magn af kannabisefnum.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				