Tveir handteknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni tvo ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að farþegi í öðrum bílnum hafi verið með fíkniefni í sígarettupakka, sem hann bar á sér. Hann var einnig handtekinn og færður ásamt ökumönnunum tveimur á lögreglustöð.
Þá voru sex ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 121 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				