Fimmtudagur 14. júlí 2011 kl. 09:17
Tveir gistu fangageymslur vegna ölvunaraksturs
Tveir ökumenn gistu fangageymslur í nótt hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna ölvunarakstur. Voru ökumennirnir stöðvaðir við hefðbundið eftirlit og í kjölfarið færðir á lögreglustöð og látnir sofa þar úr sér.