Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Hringbraut
Föstudagur 31. janúar 2003 kl. 09:08

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Hringbraut

Harður árekstur varð á gatnamótum Vesturbrautar og Hringbrautar í Keflavík í gær. Bílarnir skemmdust mikið og þurfti að draga þá burt með dráttarbíl. Tveir voru fluttir á sjúkrahús. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna ölvunaraksturs og var hann fluttur til yfirheyrslu á lögreglustöðinni í Keflavík.Að sögn lögreglunnar var gærdagurinn annars fremur rólegur að undanskildum þessum tveimur atburðum og lítið fréttnæmt sem gerðist á vaktinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024