Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir fá að bjóða í framkvæmdir við íþróttamiðstöð
Fimmtudagur 28. mars 2013 kl. 09:31

Tveir fá að bjóða í framkvæmdir við íþróttamiðstöð

Tveir verktakar fá að bjóða í framkvæmdir við íþróttamiðstöðina í Garði en þar stendur til að fara í umtalsverðar framkvæmdir þar sem byggt verður ofan á núverandi húsnæði ný líkamsræktaraðstaða með útsýni yfir sundlaugargarðinn. Framkvæmdin var samþykkt á fjölmennum íbúafundi í Garði á síðasta ári.

Á fundi bæjarráðs í vikunni kom fram að bæjarstjóri lagði fram minnisblað þar sem fram kemur m.a. að tveimur verktökum var boðið að taka þátt í lokuðu útboði, að undangengnu forvali. Tilboð í viðbygginguna verða opnuð mánudaginn 8. apríl nk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024