Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir erlendir læknar sótt um: töluvert um fyrirspurnir
Mánudagur 18. nóvember 2002 kl. 16:53

Tveir erlendir læknar sótt um: töluvert um fyrirspurnir

Eins og komið hefur fram í fréttum síðustu daga hefur Heilbrigðisráðuneytið auglýst stöður heilsugæslulækna á Suðurnesjum erlendis og hafa nú þegar borist tvær umsóknir. Guðlaug Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sagði í samtali við Víkurfréttir að borist hefðu umsóknir frá Spáni og Danmörku: „Það hefur töluvert verið um erlendar fyrirspurnir vegna auglýsinganna. Við erum nú komin með tvær umsóknir sem við erum að fara yfir. Við getum alveg átt von á fleiri umsóknum erlendis frá,“ sagði Guðlaug í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024