Tveir erlendir ferðamenn slasast
Erlendur ferðamaður féll af reiðhjóli á Suðurstrandarvegi við Ísólfsskála í gær og viðbeinsbrotnaði sennilega. Aðrir ferðamenn sem leið áttu hjá aðstoðuðu manninn við að komast á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hugað var að meiðslum hans.
Um kl. 14:00 í gær barst lögreglu svo tilkynning um að erlend kona hafi fallið og hlotið áverka á fæti við fjallgöngu við Sveifluháls norðan við Kleifarvatn. Kalla þurfti út björgunarsveitarmenn frá Grindavík til að bera konuna niður bratta fjallshlíðina og var hún síðan flutt með sjúkrabifreið til sjúkrahúss í Reykjavík.
Loks voru þrír ökumenn staðnir að hraðakstri á Reykjanesbrautinni í gær. Sá sem hraðast ók var mældur á 123 km hraða á Strandarheiðinni.
VF-mynd úr safni
Um kl. 14:00 í gær barst lögreglu svo tilkynning um að erlend kona hafi fallið og hlotið áverka á fæti við fjallgöngu við Sveifluháls norðan við Kleifarvatn. Kalla þurfti út björgunarsveitarmenn frá Grindavík til að bera konuna niður bratta fjallshlíðina og var hún síðan flutt með sjúkrabifreið til sjúkrahúss í Reykjavík.
Loks voru þrír ökumenn staðnir að hraðakstri á Reykjanesbrautinni í gær. Sá sem hraðast ók var mældur á 123 km hraða á Strandarheiðinni.
VF-mynd úr safni