Tveir Danir handteknir með fíkniefni
Á undanförnum dögum hefur Fíkniefnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli handtekið tvo danska ríkisborgara með fíkniefni í fórum sínum.
Sá fyrri, rúmlega þrítugur karlmaður, var handtekinn s.l. fimmtudagskvöld með rúmlega 2 kg. af hassi falið innan klæða. Hinn, rúmlega tvítugur karlmaður, var handtekinn síðdegis á sunnudag, og reyndist sá vera með u.þ.b. 1 kg af hassi límt á líkama sinn. Mennirnir, sem báðir voru að koma frá Kaupmannahöfn, voru stöðvaðir við venjubundið eftirlit, og hefur hvorugur þeirra komið við sögu fíkniefnamála hjá löggæsluyfirvöldum hér á landi áður. Mál beggja mannanna eru í rannsókn hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og var sá síðari úrskurðaður í viku gæsluvarðhald.
Götuverð fíkniefnanna í þessum tveim málum gæti numið um 7 milljónum króna.
Það sem af er þessu ári hefur fíkniefnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli lagt hald á tæp 23 kg. af hassi og um 75.000 E-töflur, og gæti götuverð þessara efna verið nálægt 300 miljónum króna. Á árinu hafa 9 erlendir ríkisborgarar verið handteknir með fíkniefni, 8 karlar og 1 kona. Þeir eru af af eftirtöldum þjóðernum: 3 Danir, 1 Austurríkismaður, Belgi, Portugali, Breti, Þjóðverji og Pólverji.
Sá fyrri, rúmlega þrítugur karlmaður, var handtekinn s.l. fimmtudagskvöld með rúmlega 2 kg. af hassi falið innan klæða. Hinn, rúmlega tvítugur karlmaður, var handtekinn síðdegis á sunnudag, og reyndist sá vera með u.þ.b. 1 kg af hassi límt á líkama sinn. Mennirnir, sem báðir voru að koma frá Kaupmannahöfn, voru stöðvaðir við venjubundið eftirlit, og hefur hvorugur þeirra komið við sögu fíkniefnamála hjá löggæsluyfirvöldum hér á landi áður. Mál beggja mannanna eru í rannsókn hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og var sá síðari úrskurðaður í viku gæsluvarðhald.
Götuverð fíkniefnanna í þessum tveim málum gæti numið um 7 milljónum króna.
Það sem af er þessu ári hefur fíkniefnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli lagt hald á tæp 23 kg. af hassi og um 75.000 E-töflur, og gæti götuverð þessara efna verið nálægt 300 miljónum króna. Á árinu hafa 9 erlendir ríkisborgarar verið handteknir með fíkniefni, 8 karlar og 1 kona. Þeir eru af af eftirtöldum þjóðernum: 3 Danir, 1 Austurríkismaður, Belgi, Portugali, Breti, Þjóðverji og Pólverji.