Tveir björgunarhópar sendir frá Suðurnesjum
Tveir björgunarhópar hafa verið sendir frá Suðurnesjum til að aðstoða björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu. Þar er afar slæmt veður þessa stundina. Annar hópurinn er frá Björgunarsveitinni Suðurnes en hinn frá Björgunarsveitinni Ægi í Garði.
Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði hefur einnig verið kölluð út vegna foks í Sandgerði. Lögreglan á Suðurnesjum hafði ekki upplýsingar um hvaða verkefnum björgunarsveitin væri að sinna þar. Heimildir vf.is herma að sveitin sé að hefta fok á járnplötum.