Tveir bílþjófnaðir á Suðurnesjum
 Tveimur bifreiðum hefur verið stolið í umdæmi Lögreglunnar í Keflavík undanfarið. Í nótt var rauðum Nissan Patrol stolið utan við hús í Lyngmóa í Reykjanesbæ. Bíllinn er upphækkaður og hefur skráningarnúmerið YU-646.
Tveimur bifreiðum hefur verið stolið í umdæmi Lögreglunnar í Keflavík undanfarið. Í nótt var rauðum Nissan Patrol stolið utan við hús í Lyngmóa í Reykjanesbæ. Bíllinn er upphækkaður og hefur skráningarnúmerið YU-646.Þá var dökkgráum Subaru Legacy stolið í Grindvík í gærnótt sú bifreið er dökkgrá, árgerð 1991, og er skráningarnúmerið RI-680.
Þeir sem kynnu að hafa orðið bifreiðanna varir eru beðnir um að láta lögregluna vita í síma 420-2400.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				