Mánudagur 21. febrúar 2005 kl. 09:35
Tveir bílar skemmdir
Tilkynnt var um skemmdarverk á tveimur bifreiðum í gær. Í fyrra tilvikinu hafði rúða verið brotin í grænni VW Transporter bifreið við Hlíðarveg í Njarðvík og í því seinna var stungið á tvo hjólbarða bifreiðar við Hátún í Keflavík. Ekki er vitað hverjir voru þar að verki.