Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir bílar brunnu
Fimmtudagur 30. september 2010 kl. 13:24

Tveir bílar brunnu


Slökkvilið Grindavíkur var kallað út í nótt vegna elds í bíl við Vörðusund þar í bæ. Þegar slökkvilið kom á vettvang var mikill eldur og logaði glatt í tveimur bílum. Ekki mátti miklu muna að eldurinn læsti sig í þriðja bílinn og vinnuskúra sem bílarnir stóðu við.
Eldsuppstök eru ókunn en lögregla rannsakar málið, samkvæmt tilkynningu á vef slökkviliðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024