Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 17. júlí 2001 kl. 09:36

Tveir árekstrar á hálftíma í gærkvöldi

Tvö umferðaróhöpp urðu í Keflavík í gærkvöld. Tveir bílar rákust saman til móts við verslunina Sparkaup við Hringbraut um klukkan hálf sjö. Ökumenn voru einir í bílnum. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang. Ekki reyndist um alvarleg slys að ræða en nokkuð eignatjón.
Rúmlega hálftíma síðar rákust þrír bílar saman á Hafnargötu við gatnamót Víkurbrautar og Faxabrautar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hlutust aðeins minniháttar meiðsl af vegna árekstranna en þó nokkrar skemmdir urðu á ökutækjum. Nauðsynlegt reyndist að fjarlægja tvo bíla af vettvangi með kranabíl.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024