Tveir árekstrar á hálftíma í gærkvöldi

Rúmlega hálftíma síðar rákust þrír bílar saman á Hafnargötu við gatnamót Víkurbrautar og Faxabrautar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hlutust aðeins minniháttar meiðsl af vegna árekstranna en þó nokkrar skemmdir urðu á ökutækjum. Nauðsynlegt reyndist að fjarlægja tvo bíla af vettvangi með kranabíl.