Tveir árekstrar
Tveir árekstrar urðu í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í gærdag. Annar varð í Njarðvík og hinn í Sandgerði. Dagbók lögreglu tekur ekki fram hvort um slys á fólki hafi verið að ræða.
Annars voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í gærdag og tveir aðrir í gærkvöld.
Nóttin var róleg hjá lögreglu.