Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir aðilar voru með lægstu tilboð í malbikun eða steypulögn í breikkun Reykjanesbrautarinnar
Mánudagur 4. nóvember 2002 kl. 15:30

Tveir aðilar voru með lægstu tilboð í malbikun eða steypulögn í breikkun Reykjanesbrautarinnar

Tveir aðilar voru með lægstu tilboð í malbikun eða steypulögn í breikkun Reykjanesbrautarinnar frá Hvassahrauni að Strandarheiði. Útboðin voru opnuð í dag í húsakynnum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar hf. voru með lægsta tilboðið miðað við að kaflinn yrði steyptur, alls 673,3 millj. Kr. Lægsta tilboð í malbikun kaflans kom frá Háfelli ehf./Jarðavélum ehf. Og Eykt ehf. Fyrir kr. 616 millj. kr. Sjö tilboð bárust en fjögur tilboð bárust frá aðilum í báða þættina, þ.e. steypu og malbikun.Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 993 m.kr. í malbikun og 1.090 m.kr. í steypu og voru lægstu tilboðin því nálægt 40% undir kostnaðaráætlun. Miðað við að lægstu tilboðum verði tekið er ljóst að tvöföldun brautarinnar frá Reykjanesbæ að Hafnarfirði kostar um 2,5 milljarð króna. Fulltrúar Vegagerðarinnar voru ánægðir með tilboðin og sömuleiðis var hljóðið gott í forsvarsmönnum Áhugahóps um tvöföldun Reykjanesbrautarinnar en þeir voru viðstaddir opnun tilboðanna. Fulltrúar hópsins undir stjórn Steinþórs Jónssonar gáfu öllum tilboðshöfum og fulltrúum Vegagerðarinnar kaffipakka frá Kaffitár í tilefni dagsins. „Þetta eru góðar tölur og getður orðið til þess að flýta tvöfölduninni“, sagði Steinþór.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024