Tveir á sjúkrahús eftir slys
Tveir voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir helgi eftir að árekstur hafði orðið með tveimur bifreiðum á Þjóðbraut, skammt austan við Reykjanesbraut.
Atvikið varð með þeim hætti að ökumaður annarrar bifreiðarinnar snéri sér við til að líta til með ungu barni sínu sem sat í aftursætinu. Við það lenti bifreiðin á öfugum vegarhelmingi og hafnaði á bifreið sem kom út gagnstæðri átt.
Ökumaður og farþegi síðarnefndu bifreiðinnar voru fluttir með sjúkrabifreið á HSS.
Er lögreglumenn á Suðurnesjum ræddu við þann ökumann er var með barnið í bílnum vaknaði grunur um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Hann var því handtekinn og færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Jafnframt var barnaverndarnefnd tilkynnt um málið.