Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveir á sjúkrahús eftir árekstur
Þriðjudagur 30. október 2012 kl. 14:42

Tveir á sjúkrahús eftir árekstur

Tveir voru fluttir á HSS til skoðunar eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Flugvallarvegar og Sunnubrautar í Reykjanesbæ síðdegis í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var um að ræða ökumann og farþega annarrar bifreiðarinnar og eru meiðsli þeirra talin vera minniháttar.

Báðir bílarnir skemmdust mikið og voru dregnir á brott með kranabifreið.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024