Tveir á hraðferð og einn dópaður undir stýri
Lögregla á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni bifreiðar í gærkvöldi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en hann ók einnig sviptur ökuréttindum.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs í gær. Annar mældist á 82 km hraða á Njarðarbraut þar sem hámarkshraði er 50 km/klst en hinn mældist á 125 km á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.