Tveimur tölvum stolið í innbroti
Í gærmorgun var lögregla kölluð að húsnæði Iðnsveinafélags Suðurnesja að Tjarnargötu vegna innbrots sem þar hafði verið framið. Í innbrotinu var stolið tveimur tölvum og tölvuskjá. Þá var einnig ávísanahefti stolið í innbrotinu. Lögreglan í Keflavík óskar eftir vitnum í málinu. Rétt eftir klukkan 11 í gærmorgun var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um slys í Sandgerði, en þar hafði kona fallið í stiga. Konan kvartaði yfir eymslum í baki, hálsi og andliti og var hún flutt í sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.