Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveimur mönnum bjargað úr sjónum í Grindavík
Föstudagur 23. janúar 2004 kl. 13:06

Tveimur mönnum bjargað úr sjónum í Grindavík

Mannbjörg varð er skipverjum netabátsins Sigurvins GK sem fórst við Grindavík fyrir hádegið. Lögreglan í Keflavík og Grindavík þakkar snarræði björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík að mönnunum var bjargað.

Lögreglan í Keflavík segir að mennirnir hafi verið hraktir og mjög þrekaðir er þeir björguðust, en þeir verið fluttir á Landspítalann háskólasjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar. 

Björgunarsveitarmönnum frá Þorbirni tókst að bjarga mönnunum með því að fara á slöngubáti að Sigurvini GK og ná skipverjunum, en björgunarskipið Oddur V. Gíslason komst fljótt á vettvang en átti erfitt með að komast að bátnum og var því brugðið á það ráð að nota slöngubát.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Netabáturinn Sigurvin GK utan við brimgarðinn í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024