Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveimur loftpressum stolið
Þriðjudagur 4. september 2012 kl. 12:24

Tveimur loftpressum stolið

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um innbrot í áhaldahúsið í Vogum. Þaðan hafði tveimur loftpressum verið stolið úr áhaldageymslu golfklúbbsins á Vatnsleysuströnd. Þá hafði bensínorfi einnig verið stolið.

Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu brotið niður hurð á vesturhlið hússins og komist inn með þeim hætti. Lögregla beinir þeim tilmælum til þeirra sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið að hafa samband í síma 420-1800.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024