Tveggja mannhæða hátt hraun liggur yfir Grindavíkurveg
Hraunrennslið sem náði að Grindavíkurvegi fyrir hádegi er komið talsvert niður fyrir veg.
Hilmar Bragi Bárðarson, fréttaljósmyndari Víkurfrétta, brá sér á staðinn til að skoða aðstæður og telur hann að hraunið sé hið minnsta fjögurra metra hátt þar sem það liggur yfir Grindavíkurveg. Hrauntungan sé um hundrað metra breið og er nú komin hátt í tvö hundruð metra niður fyrir veg.
Hilmar Bragi tók meðfylgjandi ljósmyndir á staðnum nú rétt fyrir klukkan eitt eftir hádegi.