Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveggja bíla árekstur
Miðvikudagur 6. desember 2006 kl. 09:22

Tveggja bíla árekstur

Árekstur varð í gær á gatnamótum Flugvallarvegar og Hringbrautar þegar tveir fólksbílar skullu þar saman. Ekki urðu meiðsl á fólki en nokkrar skemmdir urðu í farartækjunum.
Vegna framkvæmda við gerð hringtorgs á mótum Flugvallarvegar og Hafnargötu hefur Flugvallarvegur verið lokaður við Hringbraut. Samt sem áður gildir stöðvunarskskyldan á gatnamótunum eins og verið hefur en margir ökumenn sinna henni ekki við þær aðstæður sem nú eru meðan á framkvæmdum stendur.

Mynd: Frá árekstrinum í gær. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024