Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveggja ára skilorð vegna fíkniefna- og hraðakstursbrota
Föstudagur 15. október 2010 kl. 08:31

Tveggja ára skilorð vegna fíkniefna- og hraðakstursbrota


Tæplega þrítugur Grindvíkingur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í þriggja mánaða fangelsi vegna fíkniefna- og hraðaksturbrota. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gaf út ákæru á hendur manninum, sem hefur áður komist í kast við lögin fyrir lögbrot af sama tagi.

Manninum var gefið að sök að hafa flutt til landins 74,5 grömm af amfetamíni með flugi frá Stokkhólmi í apríl í fyrra. Fíkniefnin hafði hann falið í nærbuxum. Þá var hann ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa undir lok síðasta árs ekið á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarskhraði er 90 km/klst.

Sem fyrr segir er ákærða gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði, skilorðbundið til tveggja ára. Hann var jafnframt sviptur ökuleyfi í einn mánuð og þarf að greiða tæpar 49 þúsund krónur í málskostnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024