Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveggja ára skilorð fyrir kynferðisbrot
Föstudagur 14. maí 2010 kl. 14:22

Tveggja ára skilorð fyrir kynferðisbrot


Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í Reykjanesbæ í 12 mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem var 14 ára er brotið var framið í mars 2008. Sakborningur var þá 19 ára. Hann var sakfelldur fyrir að hafa átt samræði við stúlkuna í sumarbústað úti á landi. Þar höfðu þau drukkið áfengi ásamt fleira fólki og stúlkan orðið ofurölvi.

Í dómsniðurstöðu segir m.a. að við ákvörðun þess hvort binda skuli refsingu ákærða skilorði beri að horfa til aldurs ákærða og þess hversu langt sé liðið síðan brotið var framið, en kæra á hendur ákærða var ekki lögð fram fyrr en rúmu ári eftir að brotið var framið. Verði refsing hans því bundin skilorði.

Ákærða er gert að greiða stúlkunni miskabætur upp á 400 þúsund krónur auk vaxta. Þá þarf hann að greiða 624 þúsund krónur í málskostnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024