Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveggja ára skilorð fyrir frelsissviptingu
Föstudagur 9. október 2009 kl. 10:15

Tveggja ára skilorð fyrir frelsissviptingu


Hæstiréttur hefur dæmt Keflvíking á fimmtugsaldi í 3ja mánaða fangelsi vegna ólögmætrar borgaralegrar handtöku. Í byrjun árs 2007 færði hann 15 ára dreng nauðugan á lögreglustöðina í Keflavík  eftir að flugeldi var skotið inn í garð við heimili mannsins í Vatnsholti.

Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá er maðurinn dæmdur til að greiða drengnum tæpar 240 þúsund krónur í bætur með vöxtum. Einnig þarf hann að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjenda síns að uppgæð 150 þúsund krónur. Gerð hafði verið miskabótakrafa á hendur manninum að upphæð 615 þúsund krónur.

Drengurinn hafði verið í hópi drengja sem köstuðu flugeldum að húsi mannins, sem brást við með því að veitast að drengnum, færa hann nauðugan í bifreið sína og á lögreglustöðina í Reykjanesbæ.

Í dómsorði var brot drengsins ekki talið nægilega alvarlegt til þess að sakborningi hefði verið heimil borgaraleg handtaka í skilningi laga um meðferð sakamála. Þar segir ennfremur að þótt sakborningi hafi haft réttmæta ástæðu til að veita drengjunum eftirför og veita þeim tiltal, hafi hann farið offari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024