Tvær WestJet-þotur sækja farþega
	Tvær þotur frá WestJet-flugfélaginu eru væntanlegar til Keflavíkurflugvallar í nótt og munu á morgun flytja 258 farþega sem hér eru strandaglópar, eftir bilun í breiðþotu, vestur um haf. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA í samtali við Víkurfréttir.
	
	Farþegarnir eru allir komnir á hótel eftir að þota þeirra þurfti að neyðarlenda á Keflavíkurflugvelli í dag. Bilun hafði komið upp í öðrum hreyfli vélarinnar.
	
	Nánar má lesa um málið hér.

 
	
					 
	
					

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				