Tvær vélar lentu í vandræðum
Tvær flugvélar á vegum Bandaríkjahers lentu í vandræðum við komuna til Keflavíkur í morgun, en allt fór betur en á horfðist og sakaði engan. Fyrst tilkynnti flugstjóri á Boeing-727 þotu um bilun í öðru vökvakerfi vélarinnar. Talið var að erfitt gæti orðið að stjórna vélinni eftir lendingu. Sú vél var á leið frá Bandaríkjunum og ætlaði að hafa viðkomu hér á leiðinni til Evrópu. Tæki frá Flugleiðum voru tiltæk til að koma vélinni út af brautinni en ekki reyndist þörf á þeim þegar til kom. Hin vélin, DC-10 breiðþota, var að koma hingað frá Frankfurt í Þýskalandi. Eftir lendingu, þegar hún var að aka upp að flugskýli, kviknaði í rafmótor aftast í vélinni. Eldurinn logaði langt frá eldsneytisleiðslum og skapaðist ekki hætta af. Bylgjan/Visir.is greindi frá.