Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvær nýjar löggur til Suðurnesja
Fimmtudagur 16. janúar 2014 kl. 16:48

Tvær nýjar löggur til Suðurnesja

Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar um eflingu löggæslunnar, skilaði þverpólitisk þingmannanefnd innanríkisráðherra tillögu að forgangsröðun varðandi 500 milljóna króna viðbótarframlagi sl. þriðjudag  hefur yfirfarið tillögurnar og samþykkt þær. Samkvæmt þessu hefur verið samþykkt að fjölga lögreglumönnum um tvo á Suðurnesjum. Þess utan munu átta stöðugildi rannsóknarlögreglumanna bætast við á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum af viðbótarframlagi vegna rannsókna á skipulagðri glæpastarfsemi og rannsókna á kynferðisbrotum.

Helstu áherslur þessa átaks til eflingar löggæslu eru fjórþættar:
Almennum lögreglumönnum fjölgar um 44 á þessu ári, auk þess sem fjölgað hefur verið sérstaklega um átta lögreglumenn til rannsókna skipulagðra glæpa og kynferðisbrota.

Aukið öryggi almennings er lykilatriði, þannig að á þessu ári fer aukningin helst til landsbyggðar og þeirra staða sem helst skortir lágmarksmannafla.
Búnaður, þjálfun, tækjakostur og endurmenntun lögreglumanna verður bætt.
Eftirlit lögreglu á vegum verður aukið og þannig gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna aksturs.
 
Tillögurnar miða við að lögregluembættin geti strax auglýst lausar stöður og að ráðningar geti hafist frá og með 1. mars.

Samkvæmt tillögunni mun lögreglumönnum fjölga um fimm á Vesturlandi, tvo á Vestfjörðum, tíu á Norðurlandi, sex á Austurlandi, níu á Suðurlandi og tvo á Suðurnesjum. Þá mun lögreglumönnum fjölga um átta á höfuðborgarsvæðinu og tveir verða ráðnir til embættis ríkislögreglustjóra vegna þjálfunar lögreglumanna. Þess utan munu átta stöðugildi rannsóknarlögreglumanna bætast við á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum af viðbótarframlagi vegna rannsókna á skipulagðri glæpastarfsemi og rannsókna á kynferðisbrotum.

Líkt og áður segir byggist þessi niðurstaða innanríkisráðherra á tillögum þingmannanefdnar allra flokka á Alþingi. Formaður nefndarinnar var Vilhjálmur Árnason og aðrir nefndarmenn þau Jóhanna María Sigmundsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Arndís Soffía Sigurðardóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024