Tvær milljónir frá Unu í Garði til Ægis
Slysavarnadeildin Una í Garði er öflugur bakhjarl Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði og hafa þessar einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar átt í áratuga löngu samstarfi. Una í Garði styrkti nýverið Ægi með tveggja milljóna króna framlagi til kaupa á „Buggy“ torfærutæki.
Tækið keypti Björgunarsveitin Ægir af Þorbirni í Grindavík en Ægir hefur tekinn virkan þátt í gæslu á eldstöðvunum í Fagradalsfjalli árin 2021 og 2022. Torfærutækið nýtist björgunarsveitinni vel á starfssvæði sveitarinnar.
Björgunarsveitin Ægir rekur flugeldasölu í Þorsteinsbúð, húsnæði sveitarinnar við Gerðaveg í Garði. Flugeldasalan er í sérstaklega innréttuðu og vottuðu rými sem aðeins þjónar þeim tilgangi að vera flugeldasala fyrir áramótin.Ægismenn hvetja Garðmenn og aðra þá sem vilja styðja sveitina að koma við á flugeldasölunni við Gerðaveg en flugeldasala Ægis er í samstarfi við Kiwanisklúbbinn Hof í Garði.