Tvær lendingar í Keflavík með sjúka farþega frá Kanada
Kanadísk farþegaflugvél frá flugfélaginu Air Transat lenti á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan 16 í dag með sjúkan farþega. Að sögn lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli var farþeginn fluttur með sjúkabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvað amaði að farþeganum. Vélin, sem var á leið frá Calgary í Kanada til Glasgow í Skotlandi.
Breiðþota Swissair þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 16 í gær, laugardag, vegna sjúks farþega um borð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli var um að ræða asmasjúka konu í krampakasti og var hún flutt með sjúkrabíl á Landspítala-háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Þotan, sem er af gerðinni Airbus 330-200, var á leið til Kanada frá Zürich í Sviss. Sú þota hélt áfram um klukkustundu eftir lendingu þegar eldsneyti hafði verið tekið en engum farþega var hleypt frá borði.
Breiðþota Swissair þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 16 í gær, laugardag, vegna sjúks farþega um borð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli var um að ræða asmasjúka konu í krampakasti og var hún flutt með sjúkrabíl á Landspítala-háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Þotan, sem er af gerðinni Airbus 330-200, var á leið til Kanada frá Zürich í Sviss. Sú þota hélt áfram um klukkustundu eftir lendingu þegar eldsneyti hafði verið tekið en engum farþega var hleypt frá borði.