Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvær í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls
Mánudagur 6. júlí 2015 kl. 16:00

Tvær í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls

Lögreglurannsókn á lokastigi.

Tvær franskar konur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmlega 400 grömmum af kókaíni til landsins. Konurnar komu með flugi frá London í lok maí. Tollverðir grunuðu þær um græsku þegar í flugstöðina var komið, stöðvuðu þær og höfðu samband við lögregluna á Suðurnesjum. Stúlkurnar voru handteknar og færðar til rannsóknar. Önnur þeirra reyndist hafa hluta efnanna innvortis en hin hafði komið þeim fyrir utan á líkama sínum. Þær eru báðar í kringum tvítugt að aldri. Rannsókn málsins er á lokastigi.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024