Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvær í fíkniefnaakstri
Mánudagur 3. júní 2013 kl. 09:52

Tvær í fíkniefnaakstri

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn vegna fíkniefnaaksturs um helgina. Um var að ræða tæplega fertuga konu og tæplega þrítuga konu. Sýnatökur staðfestu að sú yngri hafði neytt kannabisefna. Hin eldri reyndist hafa neytt kannabisefna, kókaíns og amfetamíns.

Hún heimilaði leit á heimili sínu og þar fundu lögreglumenn pakkningar utan af fíkniefnum og tól til neyslu. Einnig poka með íblöndunarefnum og litla vog með fíkniefnaleifum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024