Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tvær hraðakstursmyndavélar settar upp á Suðurnesjum
Þriðjudagur 4. september 2007 kl. 14:15

Tvær hraðakstursmyndavélar settar upp á Suðurnesjum

Vegagerðin áformar að koma upp tveimur löggæslumyndavélum á Suðurnesjum á næstunni með það að markmiði að draga úr hraðakstri. Önnur vélin verður staðsett á Sandgerðisvegi en hin á Garðvegi.

Samskonar vélar voru settar upp á Vesturlandsvegi í sumar og hafa á tveimur mánuðum myndað um 2000 umferðarlagabrot.

Vélarnar eru stilltar á myndatöku á farartæki sem aka á 99 km. hraða og yfir. Skekkjumörk eru 3%, þannig að sá sem er myndaður á 99 km. hraða fær sekt fyrir að aka á 96 km. hraða á klukkustund.

Myndavélarnar eru stafrænar og senda myndirnar um leið og þær eru teknar til lögreglunnar, sem sér um að útbúa sektir á ökumenn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024