Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tvær fluttar á sjúkrahús eftir árás máva
Mávurinn á myndinni tengist fréttinni ekki beint. Þessi hafði stolið hamborgara á fótboltavelli í Keflavík.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 30. júlí 2019 kl. 09:28

Tvær fluttar á sjúkrahús eftir árás máva

Tvær konur voru fluttar á sjúkrahús eftir árás máva á hestafólk á Mánagrund á sunnudaginn. Ungu konurnar, sem báðar eru nokkuð vanar hestum, riðu í rólegheitum út á grundina ásamt föður sínum þegar þær urðu fyrir árásinni.

Nokkrir mávar söfnuðust saman fyrir ofan þau, görguðu og gerðu árás á hesta og knapa, líkt og kríur gera. Þá drituðu mávarnir skít yfir fólkið og voru mjög grimmir, segir í færslu á síðu Hestamannafélagsins Mána á fésbókinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hestarnir urðu órólegir og fældust við árás mávanna. Ungu konurnar duttu báðar af baki. Þær fengu höfuðhögg og aðra áverka og voru fluttar með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala í Fossvogi í Reykjavík.

Þær munu báðar vera óbrotnar og fengu að fara heim eftir að hafa verið myndaðar og gengið úr skugga um að þær væru óbrotnar. Þær eru lemstraðar og aumar eftir ævintýrið.

Núna er sá tími sem mávurinn er hvað grimmastur. Ungar eru nýlega skriðnir úr eggjum og foreldrarnir reyna hvað þeir geta til að verja ungviðið.