Tvær F-16 lentu í Keflavík vegna erfiðleika við eldsneytistöku
Tvær bandarískar F-16 herþotur voru að lenda í Keflavík fyrir fáeinum mínútum vegna erfiðleika við að taka eldsneyti á flugi. Vélarnar voru á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu í fylgd eldsneytisvélar. Hins vegar komu upp vandamál við eldsneytistöku undan landinu og vélunum því snúið til Keflavíkur þar sem þær eru nú.
Hér taka þær eldsneyti og halda síðan áfram för sinni til Evrópu, samkvæmt upplýsingum Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli.
Mynd: Herþota á flugi við Keflavík. Myndin tengist ekki fréttinni.