Tvær Evrópuferðir meðal ósóttra vinninga
Þeir sem eiga ósótta vinninga í Jólalukku Víkurfrétta 2010 verða að vitja vinninga fyrir 28. febrúar nk. Meðal ósóttra vinninga eru tvær Evrópuferðir með Icelandair. Allir miðar jólalukkunnar fóru í umferð í þeim verslunum sem tóku þátt í þessum árlega jólaleik. Evrópuferðirnar liggja hins vegar hjá Víkurfréttum í formi gjafabréfa sem fást afhent í skiptum fyrir vinningsmiðana. Einnig er eitthvað um aðra ósótta vinninga en á vinningsmiðunum kemur fram hvar vinninga á að vitja. Síðasti dagur til þess er 28. febrúar en eftir þann tíma eru vinningsmiðar ógildir.
Myndin: Gunnar Einarsson auglýsingastjóri Víkurfrétta með Jólalukku-miðana við upphaf leiksins í byrjun aðventu. Allir miðarnir eru löngu búnir en ennþá eru tvær utanlandsferðir ósóttar!