Tvær björgunarsveitir af Suðurnesjum leita Ítalans
Tvær björgunarsveitir af Suðurnesjum hafa tekið þátt í leitinni að ítalska ferðamanninum sem saknað hefur verið í Eyjafirði í um tvær vikur. Björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveitunum Þorbirni og Suðurnes hafa sent mannskap norður.Föstudaginn 23. ágúst 2002 var óskað eftir aðstoð bjsv. Þorbjarnar vegna leitar að ítölskum ferðamanni á Eyjafjarðarsvæðinu. Ítali þessi hefur verið týndur frá 10. ágúst 2002. Landsstjórn björgunarsveita óskaði eftir aðstoð sveita á landinu og sendi bjsv. Þorbjörn 6 menn til leitar, segir í frétt frá Þorbirni.
Alls tóku um 150 manns þátt í leit sem stóð yfir allan laugardaginn 24. ágúst s.l. Leitarsvæðið er mjög erftitt yfirferðar þar sem það er brattlent, en veður var mjög gott á laugardag; norðan gola, skýjað og hlýtt. Af Suðurnesjum fór Björgunarsveitin Suðurnes einnig til leitar.
Alls tóku um 150 manns þátt í leit sem stóð yfir allan laugardaginn 24. ágúst s.l. Leitarsvæðið er mjög erftitt yfirferðar þar sem það er brattlent, en veður var mjög gott á laugardag; norðan gola, skýjað og hlýtt. Af Suðurnesjum fór Björgunarsveitin Suðurnes einnig til leitar.