Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvær bílveltur og ekið á vegrið
Fáeinir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.
Þriðjudagur 7. september 2021 kl. 16:27

Tvær bílveltur og ekið á vegrið

Tvær bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Önnur varð á Reykjanesbraut og hin á Suðurstrandarvegi. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar var réttindalaus. Farþegi í henni var fluttur á Landspítala til frekari skoðunar. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þá ók ökumaður á vegrið á Reykjanesbraut. Bifreiðin var mikið skemmd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tveir ökumenn voru teknir úr umferð vegna fíkniefnaaksturs. Annar ók sviptur ökuréttindum og hinn var með fíkniefni í fórum sínum.

Fáeinir ökumenn voru svo kærðir fyrir of hraðan akstur.