Tvær bílveltur í dag á Reykjanesbraut
				
				Tvær bílveltur urðu í dag á Reykjanesbraut. Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um fyrr veltuna klukkan rúmlega níu í morgun þar sem bifreið hafði oltið á Strandarheiði. Engin slys urðu á fólki. Lögreglunni var tilkynnt um aðra bílveltu rétt fyrir klukkan tvö í dag þar sem bifreið hafði oltið rétt við Vogaafleggjara. Einn maður var í bílnum og var hann fluttur til aðhlynnningar á sjúkrahús í Reykjavík, en ekki er hægt á þessari stundu að segja hve mikið slasaður maðurinn er. Mikil bleyta hefur verið á Reykjanesbraut frá því í morgun og telur Lögreglan í Keflavík að bílvelturnar megi rekja til þess.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				