Tvær bílveltur á Reykjanesbraut
Talsvert var um umferðaróhöpp og slys í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum yfir jóladagana.
Tvær bílveltur urðu á Reykjanesbraut. Í öðru tilvikinu þurfti að klippa ökumann og farþega úr bifreiðinni og voru þeir fluttir á bráðamóttöku Landspítala. Meiðsl þeirra reyndust sem betur fer ekki alvarleg.
Þá urðu tvö óhöpp við framúrakstur, einnig á Reykjanesbraut, en engin slys urðu á fólki. Í öðru tilvikinu ók ökumaður á bifreiðina sem hann hugðist taka fram úr og stakk svo af. Bifreiðin snérist á veginum við áreksturinn og endaði á vegriði.