Tvær bílveltur á Reykjanesbraut - varað við hálku
Bifreið valt við Vogaafleggjara nú laust fyrir hádegi. Ekki urðu slys á fólki svo vitað sé en lögregla á vettvangi sagði að vert væri að vara fólk við hálku á Reykjanesbrautinni, en hálkan er víst ansi lúmsk. Nú rétt í þessu varð önnur velta á Strandarheiði á Reykjanesbrautinni og því ljóst að varasamt er að aka brautina um þessar mundir og fólk beðið um að fara með gát.
VFmynd/EJS: Á vettvangi við Vogana má augljóslega sjá hversu hált er.