Tvær bifreiðar óku útaf Reykjanesbraut
Tvær bifreiðar óku útaf Reykjanesbraut á fimmta tímanum í morgun. Mikil hálka hafði myndast en meiðsl á fólki eru ekki talin alvarleg. Önnur bifreiðin fór útaf vestan við Kúagerði og voru þrír í þeirri bifreið sem flutt var á braut með kranabíl. Hin bifreiðin fór útaf vestan við Strandarheiði en ekki urðu meiðsl á fólki.