Tvær aftanákeyrslur við gangbraut í Njarðvík
Tveir árekstrar urðu með um 10 mínútna millibili við gangbraut á Njarðarbraut í Njarðvík nú um kl. átta í morgun. Báðir árekstrarnir urðu þannig að bifreiðar voru að stöðva fyrir gangandi vegfarendum þegar ekið var aftan á þann sem var stopp við gangbrautina.Ekki urðu slys á fólki en eignatjón nokkuð. Rólegt var hjá lögreglunni í gærkvöldi og nótt.