Tvær 16 og 17 ára stúlkur handteknar
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld tvær stúlkur, 16 og 17 ára gamlar grunaðar um ölvunarakstur.
Laust eftir kl. 22 var lögreglu tilkynnt að ekið hefði verið á ljósastaur við Hafnargötu í Vogum og hafði tjónvaldur látið sig hverfa af vettvangi. Við eftirgrennslan skömmu síðar fann lögreglan bifreiðina mikið skemmda við Vogagerði. Stúlkurnar tvær fundust síðan á heimilum sínum og voru handteknar, önnur þeirra grunuð um að hafa ekið bifreiðnni og hin fyrir að vera farþegi.
Báðar reyndust þær vera ölvaðar og voru færðar til fangageymslu. Þeirra bíður yfirheyrsla í dag.
Laust eftir kl. 22 var lögreglu tilkynnt að ekið hefði verið á ljósastaur við Hafnargötu í Vogum og hafði tjónvaldur látið sig hverfa af vettvangi. Við eftirgrennslan skömmu síðar fann lögreglan bifreiðina mikið skemmda við Vogagerði. Stúlkurnar tvær fundust síðan á heimilum sínum og voru handteknar, önnur þeirra grunuð um að hafa ekið bifreiðnni og hin fyrir að vera farþegi.
Báðar reyndust þær vera ölvaðar og voru færðar til fangageymslu. Þeirra bíður yfirheyrsla í dag.